Könnuðust ekki við eigin prófgráður

Rökstuddur grunur leikur á mansali, peningaþvætti, brotum á atvinnuréttindum útlendinga …
Rökstuddur grunur leikur á mansali, peningaþvætti, brotum á atvinnuréttindum útlendinga og grunur um skipu­lagða brotastarfsemi. Snúa aðgerðirnar að gistiheimilinu Kastali guesthouse, veitingastöðum Pho Vietnam, Vietnam restaurant og Wok On. Davíð Viðarsson, eigandi Vy-þrifa, er eigandi Kastala guesthouse og veitingastaðanna. Aðgerðir Einn veitingastaða Davíðs Viðarssonar er Vietnam. Eggert Jóhannesson

Farbann yfir barnsmóður og sambýliskonu kaupsýslumannsins Quang Le hefur verið framlengt til janúar á næsta ári. Þetta kemur fram í áfrýjunarúrskurði Landsréttar, sem staðfestir niðurstöðu Héraðsdóms.

Í úrskurðinum kemur fram að lögregla hafi rökstuddan grun um að sambýliskonan og samverkamenn hennar hafi um nokkurt skeið staðið að mansali, skjalafalsi og peningaþvætti, sem og ólöglegri sölu dvalarleyfa og brotum á lögum um atvinnuréttindi útlendinga.

Quang Le er hins vegar grunaður um mansal, peningaþvætti, brot á lögum um atvinnuréttindi útlendinga og skipulagða brotastarfsemi.

Sambýliskona Quang Le er meðal hinna 15 sem grunaðir eru …
Sambýliskona Quang Le er meðal hinna 15 sem grunaðir eru í í málinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fölsuð gögn

Í úrskurði héraðsdóms kemur m.a. fram að lögreglan gruni barnsmóðurina um að hafa framvísað fölskum gögnum þegar sótt var um dvalarleyfi fyrir starfsfólk sem vann á veitingastöðum og við aðra starfsemi sem Quang Le rak.

Þegar brotaþolum voru sýnd prófskírteini og önnur gögn sem fylgdu umsóknum um dvalar- og atvinnuleyfi, sögðust flestir ekki kannast við að hafa þá menntun eða hafa gengið í þá skóla sem fram kom í gögnunum, þrátt fyrir að nafn þeirra og fæðingardagur væru þar skráð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert