Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til aðstoðar og sinnti verkefni á réttar- og öryggisgeðdeild Landspítalans á Kleppi á sunnudag.
Þetta segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, við mbl.is.
Hann kveðst að öðru leyti ekki geta tjáð sig meira um málið og vísar til réttar- og öryggisgeðdeildar fyrir frekari upplýsingar.
Samkvæmt heimildum Vísis var útkallið vegna Mohamads Kourani sem nýlega var fluttur á Klepp.
