Sex vilja verða lögreglustjóri

Úlfar Lúðvíksson er fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum.
Úlfar Lúðvíksson er fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum. mbl.is/Arnþór

Alls hafa sex einstaklingar sótt um embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum sem var auglýst laust til umsóknar í lok september eftir að Úlfar Lúðvíksson, fyrrverandi lögreglustjóri, sagði starfi sínu lausu.

Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðuneytis við fyrirspurn mbl.is. Tekið er fram að skipað verði í stöðuna þann 1. desember. 

Eftirfarandi sóttu um:

  • Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur og staðgengill lögreglustjórans á Suðurnesjum.

  • Ásmundur Jónsson, saksóknarfulltrúi og aðstoðarsaksóknari hjá lögreglunni á Suðurnesjum.

  • Birgir Jónasson, settur forstjóri fangelsismálastofnunar.

  • Kristín María Gunnarsdóttir, deildarstjóri heimferða- og fylgdadeildar hjá Ríkislögreglustjóra.

  • Margrét Kristín Pálsdóttir, settur lögreglustjóri á Suðurnesjum.

  • Sverrir Sigurjónsson, lögmaður hjá LAND Lögmenn og Domusnova fasteignasölu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert