Skorað á ráðherra að draga tillögu til baka

Eyðiþorpið Gjögur á Ströndum. Oddviti Árneshrepps er einn þeirra sem …
Eyðiþorpið Gjögur á Ströndum. Oddviti Árneshrepps er einn þeirra sem undirrita áskorunina. mbl.is/Sigurður Bogi

Sveitarstjórnir 19 sveitarfélaga með færri íbúa en 1.000 skora á Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra að draga til baka tillögu sína um að gera sveitarfélögum með færri íbúa en 250 skylt að sameinast ákveði ráðherrann svo. Áskorun þessa efnis var send ráðherranum sl. mánudag.

Í drögum að frumvarpi til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum sem nú liggur í samráðsgátt segir m.a. að ráðherra skuli eiga frumkvæði að sameiningu sveitarfélaga með færri íbúum en 250, nema sérstakar aðstæður mæli því í mót. Eigi sameiningu að vera lokið við sveitarstjórnarkosningar 2026.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert