Staðan þung á Landspítalanum

Fráflæðisvandi ríkir nú á Landspítalanum sem veldur miklu álagi á …
Fráflæðisvandi ríkir nú á Landspítalanum sem veldur miklu álagi á bráðamóttökunni. mbl.is/Jón Pétur

Staðan er enn þung á Landspítalanum sem er að valda miklu álagi og koma niður á starfsemi bráðamóttökunnar. Unnið er að því að greiða úr fráflæðisvanda á spítalanum.

Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum er fólk sem ekki er í bráðri hættu enn þá beðið um að hringja fyrst í 1700 eða leita upplýsinga á netspjalli Heilsuveru áður en leitað er á bráðamóttökuna.

Greint var frá því í gær að álagið á spítalanum helgast af ólíkum þáttum, en margar af deildum spítalans eru fullar og gengur illa að koma fólki út af deildum vegna fráflæðisvanda.

Mikið álag er því á Landspítalanum í heild en ekki einungis á bráðamóttöku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka