#93. - Dæmdur saklaus og uppgjör við bensínstöðvarlóðir

Steinþór Gunnarsson var dæmdur í fangelsi, bæði í héraði og af Hæstarétti. Framkvæmd var húsleit hjá honum og hann handtekinn fyrir framan son sinn. Að lokum kom í ljós að hann hafði engin lög brotið.

Steinþór rekur sögu sína í dæmalausu viðtali á vettvangi Spursmála í dag þar sem ekkert er dregið undan.

Þátturinn á Spotify

Listamenn og fréttir vikunnar

Þá mæta á vettvang listamennirnir Magnús Jóhann Ragnarsson, píanóleikari og tónskáld og Kjartan Logi Sigurjónsson, grínisti. Þeir fara yfir fréttir vikunnar en ræða einnig áhugaverð verkefni sem þeir hafa unnið að á síðustu misserum.

Þátturinn á Youtube

Hvað gerði borgin við lóðirnar?

Þá takast þau á um hina umdeildu lóðasamninga sem Reykjavíkurborg gerði á sínum tíma við olíufélögin stóru, þau Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni og Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri og núverandi alþingismaður.

Á sínum stað er svo auðvitað yfirferð Ásthildar Hannesdóttur á stjórnmálunum eins og þau birtast okkur á samfélagsmiðlum. Þar er engin tæpitunga töluð.

Spursmál eru á dagskrá á mbl.is alla föstudaga klukkan 14. 

Kjartan Logi Sigurjónsson, Magnús Jóhann Ragnarsson, Steinþór Gunnarsson, Hildur Björnsdóttir …
Kjartan Logi Sigurjónsson, Magnús Jóhann Ragnarsson, Steinþór Gunnarsson, Hildur Björnsdóttir og Dagur B. Eggertsson eru gestir í nýjasta þætti Spursmála. Samsett mynd/mbl.is/María Matthíasdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka