Allar legudeildir spítalans yfirfullar

Húsnæðið er löngu sprungið og erfitt er að sinna sjúklingum …
Húsnæðið er löngu sprungið og erfitt er að sinna sjúklingum því aðrar deildir eru yfirfullar. mbl.is/Eyþór

„Síðustu vikur hafa verið erfiðar. Það hefur verið mikið aðflæði og þar af leiðandi margir sem bíða á bráðadeild annaðhvort eftir öðrum deildum eða annarri aðstoð. Á miðvikudaginn höfðum við einfaldlega ekki pláss til að taka á móti fólki,“ segir Mikael Smári Mikaelsson, yfirlæknir bráðadeildar Landspítalans.

Spítalinn sendi frá sér tilkynningu á miðvikudag þar sem greint var frá því að mikið álag væri á bráðamóttöku og búast mætti við lengri bið en ella. Var fólk hvatt til að leita annað ef það ætti þess kost.

Mikael segir að spítalinn hafi verið settur á hærra viðbúnaðarstig vegna þessa og reynt hafi verið að útskrifa fólk af spítalanum eftir föngum. Fyrir vikið hafi ástandið skánað undir kvöld.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert