Nýbyggingahverfið á Ártúnshöfða er farið að taka á sig mynd þar sem byggingar rísa á atvinnusvæði sem senn mun víkja fyrir íbúðabyggðinni. Á lóðinni Þórðarhöfða 4, þar sem grænu braggarnir standa, er þró til að tæma hreinsibíla sem þrífa götur borgarinnar.
Efni sem þar er sturtað getur verið þungmálmamengað en undir þrónni er olíu- og sandskilja. Uppbygging íbúðahverfis er hafin á næstu lóð við þróna.
Lóðin er ekki afgirt en samkvæmt upplýsingum blaðsins flæðir inn í braggana sem standa vestan og neðan við þróna þegar hún fyllist í mikilli úrkomu.
Hjalti J. Guðmundsson, skrifstofustjóri borgarlandsins hjá Reykjavíkurborg, kannast ekki við að það leki úr þrónni til ama fyrir nágrennið og segir ekki hafa gætt mengunar í Elliðaánum.
„Sópþróin við Þórðarhöfða er starfsleyfisskylt mannvirki. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gefur út starfsleyfið og hefur eftirlit með því. Þróin tekur á móti uppsópi af götum og stígum á borgarlandinu.“
Hann segir að þróin sé ekki djúp, mokað sé upp úr henni reglulega og farið með efnið til Sorpu og greitt fyrir uppsópið samkvæmt gjaldskrá.
„Sópþróin er ekki afgirt eins og stendur en verið er að skoða það í ljósi framkvæmda kringum mannvirkið.“
Spurður hvenær þróin verði flutt annað segir Hjalti að það sé ekki komið á hreint en verði í takt við uppbyggingaráformin.
Þungmálmamengun
Uppbygging íbúðahverfis er hafin á næstu lóð við svonefnda sópþró
Þróin tekur á móti uppsópi af götum og stígum í borgarlandinu
Þróin er ekki afgirt en verið að skoða það í ljósi framkvæmda kringum mannvirkið
Tæmd reglulega, farið með efnið til Sorpu og greitt fyrir samkvæmt gjaldskrá
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
