Stefán E. Stefánsson
Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri og nú alþingismaður og Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, mætast í Spursmálum og ræða nýja skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um ráðstöfun milljarða verðmæta.
Í skýrslunni eru vinnubrögð borgarinnar gagnrýnd þegar samið var við olíufyrirtækin um breytta nýtingu á dýrmætum lóðum í borgarlandinu sem síðustu áratugi hafa verið nýttar undir bensínstöðvar.
Talsvert hefur verið fjallað um þetta mál á undanförnum árum en sú umfjöllun náði hápunkti í fyrra og olli meðal annars talsverðum titringi innan vébanda Ríkisútvarpsins. Þá fjallaði fréttamaðurinn María Sigrún Hilmarsdóttir um samningana. Stöðvuðu forsvarsmenn stofnunarinnar umfjöllunina sem átti að vera undir merkjum fréttaskýringaþáttarins Kveiks.
Úr varð að þátturinn var birtur undir merkjum Kastljóss. Ekki hafa fengist skýringar á því hvað olli innanhústitringnum en Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri, var borgarritari þegarsamningarnir voru gerðir.
Spursmál fara í loftið klukkan 14:00 í dag.
Gústaf Adolf Skúlason:
Dagur, magur fiskur í sjó
