Dálítil væta sunnan heiða en bjart eystra

Veðurkortið klukkan 12 í dag.
Veðurkortið klukkan 12 í dag. Kort/mbl.is

Í dag verður suðvestlæg átt, 3-8 m/s, en 8-13 m/s norðvestan til. Það verður skýjað og víða dálítil súld á vestanverðu landinu en yfirleitt léttskýjað eystra.

Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að yfir landinu sé talsverður hæðarhryggur og vindar því almennt hægir að vestan. 

Á morgun verður hæg breytileg átt og skýjað eða lítils háttar rigning með köflum í fyrramálið, en bjart austan til. Eftir hádegi gengur í norðan og norðaustan 5-13 m/s með dálítilli rigningu um landið norðanvert en bjartviðri verður á sunnanverðu landinu. Hitinn verður 6 til 12 stig að deginum en það kólnar annað kvöld.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert