Fátæktargildra rís fyrir framan Alþingishúsið

Fátækragildrunni komið upp fyrir utan Alþingishúsið í morgun.
Fátækragildrunni komið upp fyrir utan Alþingishúsið í morgun. Ljósmynd/ÖBÍ

Öryrkjabandalagið Íslands kom þingmönnum á óvart í morgun með því að reisa táknræna fátæktargildru fyrir framan Alþingishúsið til að kasta ljósi á aðstæður sem alltof margir búa við.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÖBÍ réttindasamtökunum en með þessu vill ÖBÍ leggja áherslu á það staðreynd að fátækt er veruleiki margra á Íslandi. Þriðjungur örorkulífeyristaka býr við fátækt sem er engri manneskju bjóðandi og brýtur í bága við grundvallarmannréttindi.

Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ, segir fátækt algengari en fólk heldur.

„Oft þarf ekki mikið til að fólk falli í fátæktargildruna. Það kannast alltof margir við að lenda í óvæntum útgjöldum, eins og að bíllinn bili og fólk eigi ekki nóg milli handanna til að láta gera við hann. Þá er gripið í yfirdráttinn sem þarf að greiða háa vexti af og er erfitt að greiða niður þegar afgangurinn um mánaðamótin er nú þegar enginn," segir Alma.

Samkvæmt rannsókn sem Varða, rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, vann fyrir ÖBÍ búa um 33 prósent örorkulífeyristaka við fátækt. Þá hafa 39,4 prósent neyðst til að sleppa afmælis- eða jólagjöfum og 68,5 prósent ráða ekki við óvænt 80.000 króna útgjöld nema með skuldsetningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert