Hóta að fjarlægja fátæktargildruna á kostnað ÖBÍ

Fátæktargildrunni var komið fyrir utan Alþingishúsið í morgun.
Fátæktargildrunni var komið fyrir utan Alþingishúsið í morgun. Ljósmynd/ÖBÍ

Lögreglan er mætt fyrir framan Alþingishúsið þar sem Öryrkjabandalagið reisti táknræna fátæktargildru í óleyfi fyrir framan Alþingishúsið fyrr í morgun.

Forráðamenn ÖBÍ segja í samtali við mbl.is að Reykjavíkurborg hafi hótað að fjarlægja fátæktargildruna á kostnað ÖBÍ og er kranabíll á leiðinni til að fjarlægja hana. Til stóð að verkið yrði fjarlægt síðar í dag af ÖBÍ en það verður til sýnis í Smáralind um helgina.

Í tilkynningu frá ÖBÍ segir að ÖBÍ leggi fram markvissar tillögur sem beint er til stjórnvalda, til að minnka hættuna á að fólk lendi í fátæktargildrunni.

„Tryggja þarf öryggi í húsnæðismálum og taka á hækkandi húsnæðis og leigukostnaði, veita þarf aðgang að gjaldfrjálsri grunnþjónustu og svo þarf að sjálfsögðu að hækka lífeyri og lægstu laun svo fólk geti lifað með reisn,“ er haft eftir Ölmu Ýr Ingólfsdóttur, formanni ÖBÍ, í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert