Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu verslunarinnar Ormsson um að synjun Reykjavíkurborgar á byggingarleyfi fyrir auglýsingaskilti á húsi fyrirtækisins yrði felld úr gildi.
Ormsson stefndi borginni sumarið 2024 vegna vinnubragða byggingafulltrúans í Reykjavík í tengslum við umrætt auglýsingaskilti.
Eins og komið hefur fram í fréttum Morgunblaðsins af málinu krafðist Reykjavíkurborg þess að sótt yrði um byggingarleyfi fyrir umrætt skilti. Þeirri umsókn var svo hafnað og dagsektum hótað ef framkvæmdum í tengslum við skiltið yrði ekki hætt.
Í dómi héraðsdóms kemur fram að skiltið var ríflega þrisvar sinnum stærra en tilgreind stærð. Ekki sé hægt að vísa til fordæmis af eldra skilti á húsinu en það var um það bil þriðjungur af stærð stafræna skiltisins.
Dómari sýknaði Reykjavíkurborg af kröfum Ormsson og gerði fyrirtækinu að greiða 2,5 milljónir króna í málskostnað. „Við ákvörðun málskostnaðarins er óhjákvæmilegt að horfa til þess að málatilbúnaður stefnanda er bæði úr hófi að umfangi og eigi svo glöggur og gagnorður sem lög gera ráð fyrir þótt ekki hafi komið til frávísunar málsins,“ segir í niðurstöðu dómsins. hdm@mbl.is
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
