Kröfum Ormsson hafnað í héraðsdómi

Forsvarsmenn Ormsson slökktu á skiltinu til að sleppa við dagsektir.
Forsvarsmenn Ormsson slökktu á skiltinu til að sleppa við dagsektir. mbl.is/Árni Sæberg

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu verslunarinnar Ormsson um að synjun Reykjavíkurborgar á byggingarleyfi fyrir auglýsingaskilti á húsi fyrirtækisins yrði felld úr gildi.

Ormsson stefndi borginni sumarið 2024 vegna vinnubragða byggingafulltrúans í Reykjavík í tengslum við umrætt auglýsingaskilti.

Eins og komið hefur fram í fréttum Morgunblaðsins af málinu krafðist Reykjavíkurborg þess að sótt yrði um byggingarleyfi fyrir umrætt skilti. Þeirri umsókn var svo hafnað og dagsektum hótað ef framkvæmdum í tengslum við skiltið yrði ekki hætt.

Í dómi héraðsdóms kemur fram að skiltið var ríflega þrisvar sinnum stærra en tilgreind stærð. Ekki sé hægt að vísa til fordæmis af eldra skilti á húsinu en það var um það bil þriðjungur af stærð stafræna skiltisins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka