Milljarða ávinningur

Skýrsla IER Reykjavíkur um bensínstöðvalóðir birt.
Skýrsla IER Reykjavíkur um bensínstöðvalóðir birt. mbl.is/Árni Sæberg

Samningar Reykjavíkurborgar við olíufélög um bensínstöðvalóðir, fækkun þeirra og breytt skipulag, kunna að hafa fært fyrirtækjunum veruleg verðmæti án fullnægjandi endurgjalds. Þetta kemur fram í skýrslu Innri endurskoðunar og ráðgjafar borgarinnar (IER) sem birt var í gær eftir að Morgunblaðið sagði fréttir af efni hennar.

Samkvæmt skýrslu IER var byggingarréttargjald sem borgin innheimti á árunum 2019-2021 á bilinu 10.000-13.500 krónur á fermetra, en markaðsvirði sama byggingarréttar var 101.000-120.000 krónur. Þannig gæti virði þeirra réttinda, sem olíufélögin fengu án greiðslu, numið samtals 8-12 milljörðum króna, miðað við allar þær lóðir sem samningar náðu til.

Erfitt er þó að slá nokkru föstu um verðið, sem oltið getur á skipulagi, nýtingu, staðsetningu og eftirspurn.

Í skýrslunni kemur fram að við þessa samninga, sem Dagur B. Eggertsson þáv. borgarstjóri átti frumkvæði að, hafi borgin ekki gætt hagsmuna sinna sem skyldi og að ákvörðun um niðurfellingu byggingarréttargjalda hafi verið tekin þrátt fyrir að skilyrði hefðu ekki alltaf verið uppfyllt. Þá hafi ekki verið lagt mat á mögulega ívilnun eða áhrif á jafnræði, samkeppni og reglur um ríkisaðstoð.

„Endurgjald fyrir byggingarrétt […] er ekki réttur mælikvarði á markaðsverðmæti umræddra réttinda,“ segir þar. IER telur nauðsynlegt að setja reglur um útreikning gjalda og tryggja að hagsmuna borgarinnar verði gætt.

Nánar má lesa um málið á bls.6 í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert