Mismunandi dómar í sambærilegum málum

Mennirnir voru báðir teknir með mikið af kannabisefnum við komuna …
Mennirnir voru báðir teknir með mikið af kannabisefnum við komuna til landsins. Myndin er úr safni. Ljósmynd/Lögreglan á Suðurnesjum

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt erlendan karlmann í sex mánaða fangelsi fyrir innflutning á 15,8 kílóum af maríhúana og til að greiða 1,6 milljón í sakarkostnað. Athygli vekur að hann hlýtur umtalsvert vægari dóm en annar maður sem dæmdur var í vor fyrir innflutning á 15 kílóum af maríhúana. Báðir dómarnir féllu í sama héraðsdómi.

Í málinu núna var David Badia Porras dæmdur í sex mánuði, en frá refsingunni dregst gæsluvarðhald hans frá 24. júlí. Var hann tekinn með 15.805 gr. af maríhúana við komuna til landsins á Keflavíkurflugvelli.

Tekið er fram í dóminum að hann játað brot sitt skýlaust og að hann hafi ekki gerst sekur um refsiverða háttsemi fyrr. Þá er tekið fram að engin gögn bendi til að hann hafi verið eigandi fíkniefnanna eða tekið þátt í skipulagningu með öðrum hætti en að flytja efnin gegn greiðslu til landsins.

Í hinu málinu var Richard Danh dæmdur í 14 mánaða fangelsi, þar af 11 mánuði skilorðsbundna, fyrir að hafa í janúar flutt inn 15.025 gr af maríhúana. Var hann einnig tekinn við komuna til landsins á Keflavíkurflugvelli. Féll dómurinn í mars.

Eins og í hinu málinu var tekið fram að hann hefði ekki gerst sekur áður um refsiverða háttsemi og engin gögn væru um að hann hefði átt eða tekið þátt í skipulagningu á innflutningnum. 

Ekki verður séð að máli Danh hafi verið áfrýjað til Landsréttar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert