Myndir: Mikil eyðilegging eftir brunann

Hlynur Ragnarsson, starfsmaður verktakafyrirtækisins Báss á Siglufirði, sem vinnur við …
Hlynur Ragnarsson, starfsmaður verktakafyrirtækisins Báss á Siglufirði, sem vinnur við að rífa níður rústir verksmiðju Primex eftir brunann, virðir fyrir sér vegsummerkin. mbl.is/Sigurður Ægisson

Starfsmenn Primex á Siglufirði vinna nú að því að meta tjónið eftir eldsvoðann sem braust út í verksmiðju fyrirtækisins á mánudagskvöld.

Talsverðar skemmdir urðu á þaki og innviðum verksmiðjunnar eftir eldsvoðann …
Talsverðar skemmdir urðu á þaki og innviðum verksmiðjunnar eftir eldsvoðann á mánudagskvöld. mbl.is/Sigurður Ægisson

Tvær hæðir í hluta hússins urðu eldinum að bráð og er enn óljóst hversu stór hluti hússins skemmdist verulega.

Miklar skemmdir urðu á vinnusvæðum verksmiðjunnar þar sem eldurinn náði …
Miklar skemmdir urðu á vinnusvæðum verksmiðjunnar þar sem eldurinn náði mestri útbreiðslu. mbl.is/Sigurður Ægisson

Um níu manns starfa í verksmiðjunni en alls 24 hjá fyrirtækinu. Enn er beðið eftir niðurstöðum lögreglu um möguleg eldsupptök.

Þak og burðarvirki hússins gáfu sig þegar eldurinn logaði hvað …
Þak og burðarvirki hússins gáfu sig þegar eldurinn logaði hvað mest. mbl.is/Sigurður Ægisson
Starfsmenn fyrirtækisins vinna nú að því að hreinsa til og …
Starfsmenn fyrirtækisins vinna nú að því að hreinsa til og meta skemmdirnar. Mbl.is/Sigurður Ægissin
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert