Ræðu Sigurðar Inga beðið með óþreyju

Sigurður Ingi Jóhannsson.
Sigurður Ingi Jóhannsson. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Framsóknarmenn bíða með eftirvæntingu eftir formannsávarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar á haustfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins á morgun. Þar mun hann án vafa gefa vísbendingu um pólitíska framtíð sína, hvort hann hrökkvi eða stökkvi.

Forystumál flokksins hafa í raun verið í uppnámi allt frá því að flokkurinn galt afhroð í alþingiskosningum liðið haust og missti átta þingmenn. Sigurður Ingi hélt þá naumlega velli sem einn fimm þingmanna flokksins, en þá þegar heyrðust raddir um að formaðurinn yrði að axla ábyrgð á ósigrinum.

Til þess var Sigurður hins vegar í þröngri stöðu. Lilja Alfreðsdóttir varaformaður hafði fallið af þingi og voru ýmsir þeirrar skoðunar að formaðurinn gæti tæplega verið utan þings.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert