Refurinn sem fannst illa haldinn í Árbæ í byrjun október lifði veikindi sín ekki af.
Samkvæmt upplýsingum frá Dýraþjónustu Reykjavíkur var refurinn sendur í krufningu og er nú beðið eftir skýrslu frá meinafræðingi.
Um var að ræða kvenkyns yrðling sem fannst í Rofabæ og var talið að hefði komist í eitthvert eitur.
Fundur refsins var í sjálfu sér ekki talinn óvanalegur þar sem talsvert er af refum í nágrenni við Elliðaár og í Heiðmörk.


