Refur Rofabæjar lifði ekki af

Refurinn fannst illa haldinn í Rofabæ þann 5. október.
Refurinn fannst illa haldinn í Rofabæ þann 5. október. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Refurinn sem fannst illa haldinn í Árbæ í byrjun október lifði veikindi sín ekki af.

Samkvæmt upplýsingum frá Dýraþjónustu Reykjavíkur var refurinn sendur í krufningu og er nú beðið eftir skýrslu frá meinafræðingi.

Um var að ræða kvenkyns yrðling sem fannst í Rofabæ og var talið að hefði komist í eitthvert eitur.

Fundur refsins var í sjálfu sér ekki talinn óvanalegur þar sem talsvert er af refum í nágrenni við Elliðaár og í Heiðmörk.

Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti refinn og kom honum til dýralæknis en …
Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti refinn og kom honum til dýralæknis en ekki náðist að bjarga lífi hans. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Rofabæjarrefurinn.
Rofabæjarrefurinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert