Stjórnar umfangsmikilli rannsókn á alþjóðavísu

Dr. Hrefna Dögg Gunnarsdóttir.
Dr. Hrefna Dögg Gunnarsdóttir. Ljósmynd/Háskóli Íslands

Rannsóknarverkefni úr smiðju dr. Hrefnu Daggar Gunnarsdóttur, lektors við Lagadeild Háskóla Íslands, hlaut nýverið styrk upp á þrjár milljónir dollara eða 360 milljónir króna frá alþjóðlega vísindasjóðnum Wellcome Trust.

Rannsóknin, sem ber heitið Fostering Reciprocity in Environmental DNA science through Yielded stewardship, Just benefit, and Accountability, eða FREYJA, miðar að því að efla gagnkvæmni í umhverfiserfðafræði, einkum þegar kemur að hagnýtingu vísindaniðurstaðna.

Hrefna Dögg stýrir rannsókninni og segir að markmiðið sé að rannsaka gagnkvæmni milli samfélags og vísinda í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert