Sýn hefur boðað til starfsmannafundar í dag.
Í gær sendi félagið frá sér afkomuviðvörun og boðaði verri afkomu en áður hafði verið spáð. Jafnframt var greint frá sameiningu sviða og mögulegri hagræðingu.
Hlutabréf félagsins lækkuðu mikið í fyrstu viðskiptum í dag og nemur lækkunin nú rúmlega 17%, en þó aðeins í átján milljón króna viðskiptum.
„Við erum að fara yfir þetta breytta skipulag sem kemur fram í afkomuviðvöruninni og upplýsa stjórnendur og starfsmenn um það. Við erum líka að fara yfir af hverju við erum með þessa afkomuviðvörun líkt og kemur fram í tilkynningunni,“ segir Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, í stuttu samtali við mbl.is.
Jóhann Elíasson:
ÞETTA VAR STUTT GAMAN - ÆTLI SÝN SÉ AÐ BOÐA …
