„Þegar heilt land með sínu kerfi getur ekki staðið vaktina að passa tungumál sitt, sem er að deyja innan frá, þá er eitthvað hræðilega mikið að,“ ritar tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens meðal annars í aðsendri grein í blaðinu í dag.
Þar lýsir hann þungum áhyggjum af þróun íslenskunnar og gagnrýnir ráðamenn þjóðarinnar fyrir aðgerðaleysi undanfarinna ára. „Tungumálið okkar er fast í kviksyndi aðgerðaleysis,“ segir Bubbi.
„Bóklestur er hruninn í samkeppni við símann og bóklestur er undirstaða þess að við getum lært að nota tungumálið frá unga aldri. Þið hafið viljandi skorið niður allt í kringum bækur. Eini ráðherrann sem gerði eitthvað til að sporna við var Lilja Alfreðsdóttir,“ segir Bubbi ennfremur.
Alla grein Bubba er hægt að lesa á bls.15 í Morgunblaðinu í dag
Bubbi hefur löngum gert tungumálið að umfjöllunarefni, meðal annars í textum sínum, líkt og í laginu Maður án tungumáls frá árinu 1994 sem finna mátti á plötunni Þrír heimar.
Ingólfur Sigurðsson:
Bubbi Morthens stendur sig vel í að vilja vernda íslenzkuna
