Þrjár konur kvörtuðu undan samstarfsmanni á RÚV

Fréttastjóri Ríkisútvarpsins segist ekki geta tjáð sig um málið.
Fréttastjóri Ríkisútvarpsins segist ekki geta tjáð sig um málið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Starfsmaður Ríkisútvarpsins var sendur í tímabundið leyfi og hefur nú hætt störfum hjá stofnuninni í  kjölfar þess að þrjár konur kvörtuðu undan áreitni af hálfu mannsins. 

Heimildin greindi fyrst frá og segir þar að fyrsta kvörtunin vegna hegðunar mannsins hafi borist í ágúst. 

mbl.is hafði samband við Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóra Ríkisútvarpsins, sem sagðist ekki geta tjáð sig um málið þar sem um starfsmannamál væri að ræða. 

Heimildin greinir frá að kurr sé á meðal starfsfólks RÚV sem viti af málinu vegna hve langur tími hafi liðið frá því að formlegar kvartanir höfðu verið lagðar fram og þangað til maðurinn fór í leyfi. 

Þá hafi fyrsta málið komið upp í byrjun ágúst, það seinna um miðjan ágúst og það þriðja í byrjun september. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert