Endurspeglar „skattasýki“

Nýir bílar á lager.
Nýir bílar á lager.

„Þetta endurspeglar skattasýki ríkisstjórnarinnar. Þetta eru yfirgengilegar skattahækkanir á gríðarlega stóran hóp fólks í landinu. Ég á í raun bágt með að trúa þessu og er að melta hversu afdráttarlausar þessar skattahækkanir eru. Í ofanálag er eins og það sé blátt bann í þessari ríkisstjórn við því að hafa samráð við aðra í landinu,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, um stórtækar hækkanir sem boðaðar hafa verið á vörugjöldum á innflutta bíla aðra en rafmagnsbíla.

„Nær útrýmir“ bílum sem henta best 

Einnig munu hækkanirnar taka til svokallaðra hybrid-bíla, sem ganga bæði fyrir rafmagni og jarðefnaeldsneyti. „Þetta mun hækka verð á algengustu fjölskyldubílum landsins. Þetta mun nánast útrýma plug-in hybrid-bílum sem henta íslenskum aðstæðum hvað best, þar sem fólk getur notað rafmagnið í styttri ferðir en jarðefnaeldsneytið í lengri ferðir,“ segir Vilhjálmur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka