„Þetta endurspeglar skattasýki ríkisstjórnarinnar. Þetta eru yfirgengilegar skattahækkanir á gríðarlega stóran hóp fólks í landinu. Ég á í raun bágt með að trúa þessu og er að melta hversu afdráttarlausar þessar skattahækkanir eru. Í ofanálag er eins og það sé blátt bann í þessari ríkisstjórn við því að hafa samráð við aðra í landinu,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, um stórtækar hækkanir sem boðaðar hafa verið á vörugjöldum á innflutta bíla aðra en rafmagnsbíla.
Einnig munu hækkanirnar taka til svokallaðra hybrid-bíla, sem ganga bæði fyrir rafmagni og jarðefnaeldsneyti. „Þetta mun hækka verð á algengustu fjölskyldubílum landsins. Þetta mun nánast útrýma plug-in hybrid-bílum sem henta íslenskum aðstæðum hvað best, þar sem fólk getur notað rafmagnið í styttri ferðir en jarðefnaeldsneytið í lengri ferðir,“ segir Vilhjálmur.
Eins bendir hann á að stór hluti þjóðarinnar hafi ekki efni á að kaupa sér rafmagnsbíl en að sama skapi hækki allir jarðefnaeldsneytisbílar í verði á eftirámarkaði á bílasölum. „Það er sagt í rökum með þessu að 60% af öllum nýskráðum bílum séu rafmagnsbílar en það er ekki þar með sagt að 60% af öllum fjölskyldum í landinu séu að kaupa rafmagnsbíl,“ segir Vilhjálmur að lokum.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
