Flokksþing Framsóknar í febrúar

Nýr formaður Framsóknarflokksins verður kjörinn á flokksþingi hans í febrúar …
Nýr formaður Framsóknarflokksins verður kjörinn á flokksþingi hans í febrúar þegar Sigurður Ingi Jóhannsson mun stíga til hliðar. mbl.is/Ólafur Árdal

Flokksþing Framsóknarflokksins verður haldið helgina 14.–15. febrúar 2026. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum.

Miðstjórn Framsóknarflokksins kom saman til haustfundar um helgina. Fundurinn var sá fjölmennasti í sögu flokksins en um þrjú hundruð fulltrúar og gestir víðs vegar að af landinu tóku þátt.

Lilja Rannveig nýr ritari og nýr formaður kjörinn í febrúar

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður greindi á fundinum frá því að hann hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður. Hann þakkaði í ræðu sinni samstarfsmönnum og flokksfólki traust og stuðning á undanförnum árum og lýsti yfir trú sinni á bjarta framtíð flokksins. 

Kosið var í embætti ritara miðstjórnar og hafði Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, fyrrverandi þingmaður, betur gegn Jónínu Brynjólfsdóttur, oddvita í Múlaþingi og varaþingmanni, og Einari Frey Elínarsyni, sveitastjóra í Mýrdalshreppi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert