Hiti nálgast frostmark

Tekur að kólna í byrjun næstu viku þar sem hiti …
Tekur að kólna í byrjun næstu viku þar sem hiti verður í kringum frostmark. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Spáð er hægri og breytilegri átt og dálítri vætu með köflum norðan- og vestan til á landinu í dag. 

Gengur í norðan- og norðaustan 5-13 m/s síðdegis og þykknar upp með dálítilli rigningu norðan til en birtir til syðra. Hiti verður á bilinu 5-10 stig framan af degi en kólnar svo. 

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. 

Útlit er fyrir svala norðaustanátt með éljum norðaustan til en skúrum við suðurströndina á morgun, sunnudag. 

Tekur að kólna í byrjun næstu viku þar sem hiti verður í kringum frostmark. 

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert