Logi Einarsson menningarmálaráðherra segir fullt tilefni til að hafa áhyggjur af stöðu íslenskra fjölmiðla og óvænta afkomuviðvörun Sýnar í gær hafa dregið fram að þar sé um dauðans alvöru að ræða.
Hann minnir á að ríkisstjórnin hafi margvísleg áform, bæði í bráð og lengd, til þess að skjóta styrkari stoðum undir rekstrarumhverfi fjölmiðla. Tilkynning Sýnar sé enn ein vísbendingin um nöturlega stöðu þess.
„Við munum alveg örugglega eiga samtal við Sýn í framhaldi af þessum vandræðum,“ sagði ráðherra í samtali við Morgunblaðið að loknum ríkisstjórnarfundi í gær.
„Ég þekki auðvitað ekki í hverju boðaðar hagræðingarráðstafanir Sýnar munu felast, en þetta gefur okkur frekara tilefni til að ganga rösklega til verks.“
Logi segir að burtséð frá einstökum aðgerðum stjórnvalda hafi staða íslenskra fjölmiðla þrengst mikið undanfarin ár. Nefna megi harða erlenda samkeppni, en málið snúist líka um afstöðu.
„Um 50% Íslendinga eru kaupendur að erlendri streymisþjónustu á meðan það eru aðeins um 15% tilbúin að borga fyrir innlenda fréttaþjónustu. Þannig að það þarf kannski ekki síður viðhorfsbreytingu almennings en beinar aðgerðir stjórnvalda til þess að bæta rekstrarumhverfi innlendra fjölmiðla og jafna stöðuna gagnvart erlendu miðlunum.“
Hann segir hið almenna samtal við innlenda miðla vera við það að hefjast.
„Við ætlum að sýna á spilin varðandi RÚV og fjölmiðlaaðgerðir til framtíðar í lok árs og við viljum gjarnan kalla fjölmiðlana, stærstu miðlana sérstaklega, til samráðs við okkur og sýna á spilin. Biðja þá um að gefa viðbrögð við okkar áformum og reyna að vinna þetta í sátt eins og hægt er.“
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
