Hyggst ræða við Sýn um stöðuna

Logi segir breytingar í farvatninu hvað fjölmiðlaumhverfið varðar.
Logi segir breytingar í farvatninu hvað fjölmiðlaumhverfið varðar. Morgunblaðið/Eggert

Logi Einarsson menningarmálaráðherra segir fullt tilefni til að hafa áhyggjur af stöðu íslenskra fjölmiðla og óvænta afkomuviðvörun Sýnar í gær hafa dregið fram að þar sé um dauðans alvöru að ræða.

Hann minnir á að ríkisstjórnin hafi margvísleg áform, bæði í bráð og lengd, til þess að skjóta styrkari stoðum undir rekstrarumhverfi fjölmiðla. Tilkynning Sýnar sé enn ein vísbendingin um nöturlega stöðu þess.

„Við munum alveg örugglega eiga samtal við Sýn í framhaldi af þessum vandræðum,“ sagði ráðherra í samtali við Morgunblaðið að loknum ríkisstjórnarfundi í gær.

„Ég þekki auðvitað ekki í hverju boðaðar hagræðingarráðstafanir Sýnar munu felast, en þetta gefur okkur frekara tilefni til að ganga rösklega til verks.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Birgir Örn Guðjónsson: SÝN
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert