Innkalla kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu

Varan var seld í verslunum Krónunnar og Bónus.
Varan var seld í verslunum Krónunnar og Bónus. Ljósmynd/Stjörnugrís

Stjörnugrís hf. kallar inn tvær lotur af kjúklingalærum í buffalómarineringu vegna gruns um salmonellu.

Varan var seld í verslunum Krónunnar og Bónus. Kjúklingalærin eru merkt lotunúmerunum 8019-25287 og 8019-25279. 

Þeir sem hafa keypt kjúkling með þessum lotunúmerum eru beðnir um að skila honum í viðkomandi verslun. 

Í tilkynningu frá Stjörnugrís segir að dreifing vörunnar hafi verið stöðvuð og innköllunarferli sé hafið í samræmi við verklag fyrirtækisins. 

Þá segir að kjúklingurinn sé öruggur til neyslu sé hann er eldaður í gegn. Þess skal þó gæta að safi af hráum kjúklingi komist ekki í snertingu við aðra matvöru. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka