Lilja Rannveig nýr ritari

Lilja Rannveig sat á þingi fyrir flokkinn á síðasta kjörtímabili.
Lilja Rannveig sat á þingi fyrir flokkinn á síðasta kjörtímabili. Ljósmynd/Steinunn Þorvaldsdóttir

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, fyrrverandi þingmaður, var rétt í þessu kjörin ritari stjórnar Framsóknarflokksins á haustfundi miðstjórnar flokksins á Hilton Reykjavík Nordica Hótel.

Ásmundur Einar Daðason fyrrverandi þingmaður flokksins og ráðherra hefur tilkynnt um að hann hyggist ekki gegna embættinu áfram.

Ein umferð dugði til

Lilja hlaut 90 af 169 greiddum atkvæðum eða rúm 53% en kjósa þarf í annarri umferð fái frambjóðandi ekki 50% kosningu eða betri.

Jónína Brynjólfsdóttir, oddviti í Múlaþingi og varaþingmaður, bauð sig einnig fram í embætti ritara sem og Einar Freyr Elínarson, sveitastjóri í Mýrdalshreppi.

Jónína hlaut 46 atkvæði  eða rúm 27% en Einar Freyr 33 atkvæði eða 19,5%

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert