Lögregla varar við aðstæðum á heiðinni

Lögregla varar við aðstæðum.
Lögregla varar við aðstæðum.

Tvö umferðaróhöpp hafa orðið á Hellisheiði það sem af er degi. Í öðru tilvikinu valt bíll en að sögn Þorsteins M. Kristinssonar, varðstjóra hjá lögreglunni á Suðurlandi, urðu engin meiðsl á fólki.

Hann varar við aðstæðum á heiðinni og segir þoku á hluta leiðarinnar á milli Hveragerðis og Reykjavíkur en þegar komið er úr þokunni myndast hálkuaðstæður.

„Það er rétt að vara fólk við þessum aðstæðum,“ segir Þorsteinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka