Meintur brennuvargur í gæsluvarðhald

Brennuvargurinn er í gæsluvarðhaldi.
Brennuvargurinn er í gæsluvarðhaldi. mbl.is/Sigurður Bogi

Maður sem grunaður er um að hafa valdið fjórum eldsvoðum í fjölbýlishúsi á Selfossi hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Hann var handtekinn á vettvangi þegar síðasti eldurinn kviknaði í liðinni viku.

Þorsteinn M. Kristinsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Lögregla tilkynnti um varðhaldið á Facebooksíðu embættisins. 

Eldarnir hafa allir kviknað í sama húsi við Fossveg á Selfossi, en lögregla rannsakar nú hvort sami maðurinn sé að baki þeim öllum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert