Óánægja með framgöngu borgarinnar

Mörg verslunarrými standa auð.
Mörg verslunarrými standa auð. Júlíus Sigurjónsson

Fulltrúar stærstu fasteignafélaga landsins komu saman á fundi með borgarstjóra Reykjavíkur nýverið, ásamt fulltrúa borgarinnar í skipulagsráði. Fasteignafélögunum ásamt hópi þróunar- og uppbyggingaraðils var boðið til þess að ræða borgarskipulag.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins lýstu nokkrir þeirra mikilli óánægju með framgöngu borgarinnar í skipulagsmálum og töldu samtalið einhliða. Borgarstjóri hefði lítið sagt á fundinum en Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi þrætt fyrir flest sem bent var á.

Á fundinum sat einnig danskur ráðgjafi í skipulagsmálum sem hefur enga reynslu af íslenskum aðstæðum. Gagnsemi ráðgjafar hans var því dregin í efa.

Fasteignafélögin bentu á að 45.000 fermetrar í þeirra eigu stæðu auðir í Reykjavík, flestir vegna krafna borgarinnar um verslunarrými á jarðhæð sem lítil eftirspurn er eftir. 

Nánar um málið í Morgunblaðinu. 

Rætt var um málefni fasteignafélaga.
Rætt var um málefni fasteignafélaga. mbl.is/Hari
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert