Sigurður Ingi býður sig ekki aftur fram

Sigurður mun starfa sem formaður þar til nýr formaður hefur …
Sigurður mun starfa sem formaður þar til nýr formaður hefur verið kjörinn. mbl.is/Ólafur Árdal

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins ætlar ekki að bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku á næsta flokksþingi Framsóknar.

Þetta tilkynnti hann í ávarpi á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins fyrir skemmstu.

Sigurður hefur gengt formennsku Framsóknar frá árinu 2016.

Hann mun gegna formennsku þar til nýr formaður verður kjörinn á flokksþingi Framsóknar um miðjan febrúar á næsta ári.

„Þegar við göngum til flokksþings mun ég ekki bjóða mig fram til áframhaldandi formennsku. Níu ár eru langur tími. Ég er afar þakklátur ykkur fyrir stuðninginn og samstarfið í gegnum þessa áhugaverðu tíma,“ sagði Sigurður er hann tilkynnti ákvörðun sína.

„Ég er samt hvergi hættur – eins og þið hafið væntanlega tekið eftir er starfsþrekið mikið og enn loga eldar áhugans að bæta samfélag okkar á grunni stefnu Framsóknar,“ sagði Sigurður Ingi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert