Vinsælir réttir hafa hækkað um yfir 40%

Verð á veitingastað Ikea hefur rokið upp síðustu misseri.
Verð á veitingastað Ikea hefur rokið upp síðustu misseri. mbl.is/Hákon

Verð á mat á veitingastað Ikea í Garðabæ hefur hækkað mikið síðustu misseri. Ef skoðaðir eru réttir mánaðarins má sjá að verðhækkanir nema allt að 42% á tímabilinu frá febrúar 2023 og fram til dagsins í dag. Framkvæmdastjóri Ikea segir verðhækkanir á hráefni og hærri launakostað skýra þetta.

Morgunblaðið kannaði verð á tveimur réttum sem reglulega eru kynntir á facebooksíðu Ikea, annars vegar ýsu í orly og hins vegar kjúklingaborgara. Báðum réttunum fylgir meðlæti.

Í febrúar 2023 kostaði ýsa í orly 1.195 krónur en í síðasta mánuði var verðið komið upp í 1.695 krónur. Þetta er verðhækkun upp á 42%. Verðið hefur hækkað þrisvar frá því í október í fyrra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka