Ungur maður í tilvistarkreppu

Sigurbjartur Sturla Atlason leikur Hamlet í Borgarleikhúsinu og segir það …
Sigurbjartur Sturla Atlason leikur Hamlet í Borgarleikhúsinu og segir það sitt draumahlutverk. mbl.is/Ásdís

Draumahlutverk sérhvers leikara er Hamlet, að minnsta kosti er það álit Sigurbjarts Sturlu Atlasonar. Sigurbjartur er alinn upp í leikhúsi og hefur leikið á sviði síðan hann var átta ára gamall.

Hann fór í leiklistarskólann en fyrir tilviljun bankaði tónlistin upp á og áður en hann vissi var hann orðinn landsþekktur sem Sturla Atlas. En nú er það leiklistin sem á hug hans allan og metnaðurinn er mikill.

Sigurbjartur leikur hjá Þjóðleikhúsinu en var lánaður yfir til Borgarleikhússins til að leika sjálfan Danaprinsinn, undir leikstjórn konu sinnar Kolfinnu Nikulásdóttur. Frumsýnt var á föstudaginn, en þegar viðtalið var tekið var spenna í loftinu og eftirvæntingin mikil.

Sigurbjartur bauð blaðamanni upp á kaffi í Borgarleikhúsinu þar sem hann æfir nú stíft alla daga og ræddum við um leiklistina í fortíð, nútíð og framtíð.

Vel kjörnuð saga 

Er Hamlet draumahlutverk hvers leikara?

„Já, ég myndi segja það. Ef þú ætlar að verða fótboltamaður viltu spila í úrvalsdeildinni og ef þú ert leikari viltu leika Hamlet. Mér líður eins og ég hafi allt líf mitt verið að stefna að þessu og það er skrítin tilfinning. Þetta er eins og örlög.“

Ef þú ert að toppa núna, hvað tekur svo við?

„Það er ótrúlega góð spurning því eftir frumsýningu tekur við hversdagslegt líf. Þetta er ekkert eðlileg vinna; maður keyrir sig rosalega hátt upp og lærir mikinn texta, en Hamlet er lengsta leikrit Shakespeares og Hamlet er með flestar línur allra hans persóna.“

Sigurbjartur og Villi Neto í Hamlet.
Sigurbjartur og Villi Neto í Hamlet. Ljósmynd/Hörður Sveinsson

Hvernig er ykkar útgáfa af Hamlet?

„Við erum með þessa klassík sem skrifuð er árið 1600 og af einhverri ástæðu er enn verið að setja verkið upp úti um allan heim. Hamlet hlýtur að vera það vel kjörnuð saga og gæði textans svo mikil að verkið stenst tímans tönn. Okkar hlutverk í dag er að stinga þessari sýningu í samband þannig hún hafi þýðingu fyrir nútímafólk.“

Sigurbjartur gaf sig allan í hlutverkið sem er mjög krefjandi.
Sigurbjartur gaf sig allan í hlutverkið sem er mjög krefjandi. Ljósmynd/Hörður Sveinsson

Ítarlegt viðtal er við Sigurbjart í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert