Fylgi Samfylkingarinnar minnkar annan mánuðinn í röð samkvæmt Gallup, en flokkurinn mælist þó áfram langstærstur. Miðflokkurinn sækir í sig veðrið milli mánaða.
Þetta kemur fram í nýrri könnun Gallups sem Ríkisútvarpið greindi frá.
Samfylkingin mælist með 31,9% fylgi en mældist með 34% fylgi fyrir mánuði síðan. Þá mældist flokkurinn með 34,6% fylgi fyrir tveimur mánuðum.
Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi milli mánaða og mælist nú með 17,6% fylgi á sama tíma og Miðflokkurinn sækir verulega í sig veðrið og mælist með 16,3% fylgi. Miðflokkurinn mældist með 11,8% fylgi í síðasta mánuði.
Viðreisn mælist með 13,5% fylgi og Flokkur fólksins mælist einungis með 5,9% fylgi.
Framsóknarflokkurinn mælist með 5,5% fylgi en aðrir flokkar mælast með innan við 5% fylgi. Píratar mælast með 3,9% fylgi, Vinstri græn 2,6% fylgi og Sósíalistar 2,3% fylgi.
Páll Vilhjálmsson:
Miðflokkurinn valkostur við gelluveldið
Jón Bjarnason:
Ná ekki að fóta sig- renna á "Bókun 35"
