Kostnaðarsamt að halda öllu fínu

„Það er sjaldan sem snjóar svona mikið á einum degi, …
„Það er sjaldan sem snjóar svona mikið á einum degi, sem betur fer, en það er mjög kostnaðarsamt fyrir okkur Reykvíkinga að halda öllu fínu,“ segir borgarstjórinn. Samsett mynd/mbl.is/Karítas/Eggert Jóhannesson

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri segir vonbrigði að mokstur hafi ekki gengið betur í Reykjavík eftir fannfergi síðustu viku.

Óánægja innan borgarkerfisins snerist aðallega um mokstur á hjóla- og göngustígum og í húsagötum. Sumir vildu kenna verktökum um á meðan aðrir bentu á að kröfur borgarinnar í útboði hafi haft mest að segja um seinaganginn.

Að sögn Heiðu á nú að fara yfir málin með verktökunum sem sjá um mokstur í borginni til að vera betur undir það búin þegar það snjóar næst.

„Það er auðvitað á ábyrgð borgarinnar“

Borgin hefur unnið eftir svokallaðri vetrarhandbók sem segir til um þjónustustig, hvenær og hvar eigi að moka og hve oft.

„Það hefur engu verið breytt, það eina sem hefur breyst er hver er að moka. Það þarf greinilega að fara betur yfir það. Það er auðvitað á ábyrgð borgarinnar að sjá til þess að þetta sé eins gott og hægt er,“ segir Heiða Björg.

„Það er sjaldan sem snjóar svona mikið á einum degi, sem betur fer, en það er mjög kostnaðarsamt fyrir okkur Reykvíkinga að halda öllu fínu.“

Heiða bendir á að frá upphafi mælinga hafi ekki mælst jafn mikill jafnfallinn snjór í október í Reykjavík og að veðurspár hafi verið á reiki. Snjókoman hafi skapað aðstæður sem séu alltaf erfiðar í vetrarþjónustu. 

Nefnir hún að það hafi ekki bara verið hjólafólk sem komst illa leiðar sinnar, heldur hafi ástandið bitnað á öllum samgöngumátum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert