Tap Ríkisútvarpsins fyrstu sex mánuði ársins nam 148 milljónum króna. Afkoma rekstrar fyrir fjármagnsgjöld, afskriftir og tekjuskatt batnaði hins vegar um 211 milljónir króna á milli ára. Er það meðal annars rakið til þess að rekstrarkostnaður hafi lækkað í kjölfar hagræðingaraðgerða og fækkunar starfsfólks.
Svokallaðar þjónustutekjur jukust um 136 milljónir króna en að teknu tilliti til verðlagsáhrifa stóðu þær í stað að raunvirði. Auglýsingatekjur hafa aftur á móti ekki haldið í við verðlag, óbreyttar í krónum talið en 5% lægri að raunvirði. Greint er frá hálfsársuppgjörinu í fundargerð stjórnar RÚV frá því í lok september sem nýverið var birt á vef stofnunarinnar.
Á sama fundi fór fjármálastjóri yfir afkomu ágústmánaðar sem var ríflega 17 milljónum yfir áætlun. Ef horft er til fyrstu átta mánaða ársins kemur í ljós að hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 650 milljónum króna sem er um 140 milljónum undir áætlun. Þá er rekstrarkostnaður 47 milljónum yfir áætlun fyrstu átta mánuðina.
Stjórn Ríkisútvarpsins fékk sömuleiðis kynningu á því að til standi að breyta áætlanagerð hjá stofnunni. Sem kunnugt er hefur hallarekstur verið þar á bæ undanfarið og reyna stjórnendur að vinda ofan af þeirri þróun. Þannig stendur nú til að horfa lengra fram á veginn en bara til eins árs við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2026.
„Auk áætlunar til næsta rekstrarárs sé jafnframt farið yfir framreikning um þróun afkomu, efnahags og sjóðstreymis fram til ársins 2028. Áfram verði unnið eftir fyrirliggjandi markmiðum stjórnar um yfirvegaðan og hallalausan rekstur,“ segir í fundargerð.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
