Áætlanir ekki staðist hjá RÚV

Afkoma Ríkisútvarpsins hefur verið undir væntingum í ár.
Afkoma Ríkisútvarpsins hefur verið undir væntingum í ár. mbl.is/Eyþór

Tap Ríkisútvarpsins fyrstu sex mánuði ársins nam 148 milljónum króna. Afkoma rekstrar fyrir fjármagnsgjöld, afskriftir og tekjuskatt batnaði hins vegar um 211 milljónir króna á milli ára. Er það meðal annars rakið til þess að rekstrarkostnaður hafi lækkað í kjölfar hagræðingaraðgerða og fækkunar starfsfólks.

Svokallaðar þjónustutekjur jukust um 136 milljónir króna en að teknu tilliti til verðlagsáhrifa stóðu þær í stað að raunvirði. Auglýsingatekjur hafa aftur á móti ekki haldið í við verðlag, óbreyttar í krónum talið en 5% lægri að raunvirði. Greint er frá hálfsársuppgjörinu í fundargerð stjórnar RÚV frá því í lok september sem nýverið var birt á vef stofnunarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert