Bjóða sérhæfða meðferð öllum að kostnaðarlausu

Samtökin hafa í nokkur ár boðið upp á sérhæfða og …
Samtökin hafa í nokkur ár boðið upp á sérhæfða og gagnreynda meðferð við spilafíkn. Ljósmynd/Unsplash

SÁÁ segir að spilafíkn sé alvarlegur vandi sem geti haft djúpstæð áhrif á einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið í heild. Samtökin vekja athygli á því að sérfræðingar SÁÁ veiti meðferð sem byggi á alþjóðlegri þekkingu og viðurkenndum aðferðum. 

„Í umræðum undanfarinna vikna hefur verið rætt um skort á meðferðarúrræðum og faglegri
þekkingu fyrir fólk sem glímir við spilafíkn á Íslandi. SÁÁ vill í því samhengi upplýsa almenning
um að samtökin hafa í nokkur ár boðið upp á sérhæfða og gagnreynda meðferð við spilafíkn, öllum að kostnaðarlausu og aðgengilega án tímapöntunar eða biðlista,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. 

Tekið er fram að hjá SÁÁ geti einstaklingar sem eigi í vanda vegna spilafíknar fengið:

  1. Ókeypis hópmeðferð í 10 skipti, byggða á hugrænni atferlismeðferð (HAM), sem boðin er reglulega yfir árið.
  2. Ókeypis vikulegan stuðningshóp til að styrkja bata og tengsl við jafningja.
  3. Einstaklingsviðtöl hjá ráðgjafa eða einstaklingshæfða HAM-meðferð við spilafíkn hjá sálfræðingi.
  4. Fagfólk með alþjóðlega menntun, þar á meðal ráðgjafa og sálfræðinga með ICGC-vottun (International Certified Gambling Counselor) sem tryggir gæði og fagmennsku í allri meðferð.

„Spilafíkn er alvarlegur vandi sem getur haft djúpstæð áhrif á einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið í heild. Meðferðarstarf SÁÁ byggir á þverfaglegri þekkingu, aðgengi og virðingu fyrir skjólstæðingum — sömu grunngildum og hafa verið leiðarljós í meðferð við áfengis- og vímuefnavanda í áratugi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka