Fjöldi uppsagna á skrifstofu Icelandair

Samkvæmt heimildum var um starfsfólk á skrifstofu að ræða.
Samkvæmt heimildum var um starfsfólk á skrifstofu að ræða.

Fjölda fólks var sagt upp hjá Icelandair í morgun, en samkvæmt heimildum mbl.is fengu um 40 starfsmenn uppsagnarbréf.

Heimildirnar herma að aðallega hafi verið um ræða starfsfólk á skrifstofu félagsins, en ekki flugmenn og flugfreyjur.

Ekkert sumarstarfsfólk í hópi flugmanna og flugfreyja fékk hins vegar fastráðningu í haust, en einhverjir hafa starfað áfram í hlutastörfum.

Vísir greindi fyrst frá uppsögnunum.

Afkomuviðvörun í október

Icelandair Group birti afkomuviðvörun um miðjan október þar sem kom fram að EBIT-hagnaður þriðja ársfjórðungs yrði um 74 milljónir bandaríkjadala en hafði verið 83,5 milljónir á sama tíma í fyrra. 

Var það töluvert undir væntingum stjórnenda, sem í uppgjöri annars ársfjórðungs höfðu gert ráð fyrir betri afkomu en árið áður.

Uppfært:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert