Frumvarp um símafrí fyrir þingheim

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra.
Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, mun á næstu vikum mæla fyrir frumvarpi sínu um símafrí í skólum.

Þetta segir Guðmundur í samtali við mbl.is. 

Guðmundur segir frumvarpið miða að því að samræma reglur um bann á símanotkun á skólatíma.

Nokkrir skólar hafa tekið upp símafrí í skólum á eigin forsendum og eru reglurnar mismunandi milli skóla. Guðmundur segir frumvarpið taka á því. 

Í frumvarpinu segir að 90% barna verji þremur klukkustundum eða meira á netinu utan skólatíma. Snjallsímanotkun á skólatíma leiði til minni áhuga á lestri auk þess sem rannsóknir benda til þess að bann við notkun snjallsíma geti dregið úr einelti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert