Fyrsta steypa að nóttu til við Ölfursárbrúna

Ein steypudæla og 22 steypubílar voru notuð í verkið sem …
Ein steypudæla og 22 steypubílar voru notuð í verkið sem hófst kl. 3 eftir miðnætti og lauk kl. 16 síðdegis. Vegagerðin/Anton Brink

Fyrsta steypa Ölfusárbrúar fór fram aðfaranótt 16. október síðastliðins. Steypt var undirstaða landstöpuls vestan megin við Ölfusá en alls fóru um 400 rúmmetrar af steypu í verkið.

Verkið var unnið yfir nótt til að tryggja jafnt flæði steypunnar á verkstað, en með því að vinna að næturlagi var hægt að komast hjá umferðartöfum, auk þess sem álagið á Steypustöð BM Vallár kæmi ekki niður á daglegri þjónustu við aðra viðskiptavini.

Skúli Sigvaldason, staðarstjóri ÞG Verks, sagði í Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar að hafist hefði verið handa klukkan 3 eftir miðnætti við undirbúning og byrjað að steypa klukkan 4.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert