Fyrsta steypa Ölfusárbrúar fór fram aðfaranótt 16. október síðastliðins. Steypt var undirstaða landstöpuls vestan megin við Ölfusá en alls fóru um 400 rúmmetrar af steypu í verkið.
Verkið var unnið yfir nótt til að tryggja jafnt flæði steypunnar á verkstað, en með því að vinna að næturlagi var hægt að komast hjá umferðartöfum, auk þess sem álagið á Steypustöð BM Vallár kæmi ekki niður á daglegri þjónustu við aðra viðskiptavini.
Skúli Sigvaldason, staðarstjóri ÞG Verks, sagði í Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar að hafist hefði verið handa klukkan 3 eftir miðnætti við undirbúning og byrjað að steypa klukkan 4.
„Við vorum með eina steypudælu og gátum haft tvo bíla aftan í henni í einu. Við vorum sex starfsmenn frá ÞG Verki þegar mest var og svo auðvitað allir steypubílstjórarnir sem biðu í röðum og rannsóknarmenn frá BM Vallá sem tóku sýni úr steypunni með reglulegu millibili til að tryggja full gæði.“
Alls voru 22 steypubílar notaðir í verkið og stóð steypuvinnan til klukkan 15 daginn eftir. Segir Skúli að þegar massinn sé svona mikill skipti máli að ekki myndist of hár hiti í steypunni og því hafi verið settir 1.500 metrar af kælirörum í undirstöðuna sem köldu vatni var dælt í gegnum í fjóra daga.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
