Kvartmilljón farþega kom til Ísafjarðar

Ísafjörður er vinsæll áningarstaður skemmtiferðaskipa.
Ísafjörður er vinsæll áningarstaður skemmtiferðaskipa. mbl.is/Árni Sæberg

Alls komu 188 skemmtiferðaskip til Ísafjarðarbæjar á þessu ári og er það tveimur skipum fleira en í fyrra. Áætlaðar tekjur af hafnargjöldum eru tæpar 854 milljónir samanborið við 756,5 milljónir á síðasta ári.

Frá þessu greinir í tilkynningu á vef Ísafjarðarbæjar, en þar kemur einnig fram að áætlað sé að skipakomum fækki lítils háttar á næsta ári, en þá hefur 181 skemmtiferðaskip bókað komu sína til bæjarins. Þó er þess getið að það kunni að breytast þegar nær dregur.

Samkvæmt samantekt frá Cruise Iceland er gert ráð fyrir verulegri fækkun í skipakomum árið 2027, en þá er reiknað með að 136 skemmtiferðaskip taki land í bænum, en ástæða þess er rakin til innviðagjalda og afnáms tollfrelsis skemmtiferðaskipa sem sigla með ströndum fram og koma til hafnar á fáfarnari stöðum. Hefur því verið líkt við hrun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert