Hver er Xi Jinping? Almennt vita Íslendingar lítið um það og þó hefur hann að öllum líkindum meiri völd á höndum en sjálfur Trump í Hvíta húsinu. Rætt verður um Xi á Vinnustofu Kjarvals á fimmtudagskvöld.
Með því er endahnútur hnýttur á umfjöllun sem staðið hefur yfir í októbermánuði í tengslum við bókina We need to talk about Xi sem rituð er af fræðimanninum Michael Dillon og út kom í fyrra.
Bókin hefur fengið afar góðar viðtökur meðal klúbbmeðlima í Bókaklúbbi Spursmála og rataði meðal annars á metsölulista Pennans yfir erlendar bækur.
Hér er hægt að skrá sig á viðburðinn og er hann þátttakendum að kostnaðarlausu.
Þar ræðir Stefán Einar Stefánsson við Guðlaug Þór Þórðarson, fyrrverandi utanríkisráðherra og Magnús Björnsson sem er gjörkunnugur málefnum Kína, hefur numið þar og starfað, meðal annars á vettvangi utanríkisþjónustunnar íslensku.
Dagskrá hefst stundvíslega klukkan 20.00 en húsið opnar klukkutíma fyrr.
Hér er hægt að skrá sig í Bókaklúbb Spursmála.
Gert er ráð fyrir að spjallið um bókina og viðfangsefni hennar standi í um klukkustund. Þá verði opnað fyrir spurningar úr sal.
Viðburðir Bókaklúbbs Spursmála hafa verið afar vel sóttir á síðustu mánuðum og er það staðfesting á því að bækur lifa enn góðu lífi, ekki síst þær sem hægt er að ræða og nýta til þess að dýpka skilning okkar á samfélagslegum málefnum.

