Segir rekstur borgarinnar í góðu jafnvægi

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri ræðir við blaðamann mbl.is í Ráðhúsi …
Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri ræðir við blaðamann mbl.is í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. mbl.is/Karítas

Rekstur Reykjavíkurborgar er í góðu jafnvægi og öllum fjárhagslegum markmiðum er náð samkvæmt útkomuspám.

Þetta segir Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri í samtali við mbl.is.

14 milljarðar að láni á árinu

Heildarfjárfesting A-hluta er áætluð 23,7 milljarðar árið 2026 og gert er ráð fyrir að stofnframlög til byggingar og kaupa á almennum íbúðum og til B-hluta fyrirtækja og hlutdeildarfélaga nemi 3 milljörðum króna.

Heiða gerir ráð fyrir að lántaka ársins nemi 14 milljörðum króna og að handbært fé í árslok verði 17,1 milljarður króna.

Börn á Höfðanum fara í Vogaskóla

Borgarstjórn kynnti með ríkisstjórninni í síðustu viku nýtt hverfi í Úlfarsárdal sem yrði byggt upp með innviðafélagi. Á Ártúnshöfða eru 600 íbúðir í byggingu og þar er gert ráð fyrir 20 þúsund manna hverfi, án þess að byrjað sé að byggja þar skóla og leikskóla.

Heiða var spurð hvort ekki stæði til að klára uppbygginguna á Höfðanum áður en ráðist verði í nýtt hverfi í Úlfarsárdal.

„Svo þurfum við tímasetja aðra uppbyggingu og höfum verið í samtali við íþróttafélög og fleiri aðila sem hyggjast vera þarna með starfsemi. Við erum búin að gera þarfagreiningu fyrir menningar- og samgönguhús sem ég á von á að líti dagsins ljós á næstu vikum. Þetta er næsta stóra hverfið okkar og við hlökkum til að sjá það rísa.“

Oddvitar flokkanna fimm í meirihluta í borgarstjórn í Ráðhúsinu í …
Oddvitar flokkanna fimm í meirihluta í borgarstjórn í Ráðhúsinu í dag. mbl.is/Karítas



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert