Starfsmaður Múlaborgar ákærður

Frá leikskólanum Múlaborg.
Frá leikskólanum Múlaborg. mbl.is/Eyþór

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur manni sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega gegn börnum á leikskólanum Múlaborg.

Maðurinn var starfsmaður á leikskólanum.

Sigurður Ólafsson saksóknari staðfestir þetta í samtali við mbl.is en ríkisútvarpið greindi fyrst frá.

Fer til héraðsdóms

Ákæran verði send héraðsdómi á næstu dögum.

„Þar tekur dómari við málinu og tekur ákvörðun um það hvenær það verður tekið fyrir.“

Nánari upplýsingar um ákæruna verði ekki veittar að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert