Leita áfram leiða

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari.
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari. mbl.is/Karítas

„Við erum búin að vera að leita áfram leiða til þess að leiða málið í jörðu en það er ekki komið neitt nýtt í því,“ segir Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari um kjaradeilu Félags íslenskra flugumferðastjóra (FÍF) og Samtaka atvinnulífsins (SA).

FÍF hélt félagsfund í gærkvöld þar sem staðan í kjaradeilunni var rædd og sagði Arnar Hjálmsson, formaður félagsins, við mbl.is að loknum fundi að þreyta og pirringur væri í félagsmönnum. Þá myndi hann ræða við Ástráð Haraldsson ríkissáttasemjara í dag til þess að greina honum frá hljóðinu í fólki.

Í samtali við mbl.is segist Ástráður hafa rætt við Arnar í gær og að þeir muni ræða aftur saman seinna í dag.

Síðasti fundur 29. október

Aðspurður svarar hann að ekki hafi verið boðað til nýs fundar eftir samtal þeirra í gær og segir jafnframt að deiluaðilar, auk Haralds sjálfs, séu búnir að vera að fylgjast hver með öðrum og leita leiða til þess að enda deiluna án árangurs, enn sem komið er.

Á meðal þess sem var rætt á fundi FÍF í gær voru frekari verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra en þó ekkert ákveðið.

Þá sagði Arnar í samtali við mbl.is í gær að einhverjar þrefingar hefðu átt sér stað í kjaradeilunni án þess að þær hafi skilað miklu.

Síðasti fundur í kjaraviðræðunum var haldinn miðvikudaginn 29. október.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert