Ökutæki viðbragðsaðila meira áberandi í dag

Æfingunni, sem fram fer á höfuðborgarsvæðinu, lýkur um hádegi.
Æfingunni, sem fram fer á höfuðborgarsvæðinu, lýkur um hádegi. Ljósmynd/Lögreglan

Sameiginleg æfing lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sérsveitar ríkislögreglustjóra og slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fer fram í dag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en þar segir að vegna þessa kunni ökutæki viðbragðsaðila að vera meira áberandi í umferðinni en ella.

Æfingunni, sem fram fer á höfuðborgarsvæðinu, lýkur um hádegi.

Vegfarendur eru beðnir um að sýna skilning og þolinmæði vegna þessa, en íbúar í Hafnarfirði munu líklega helst verða varir við æfinguna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert