Útlendingastofnun hefur aðstæður í Sýrlandi enn til skoðunar að sögn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra, en hún væntir svara fyrr en síðar.
Borgarastyrjöldinni lauk í Sýrlandi með falli einræðisstjórnar Bashar al-Assads undir lok síðasta árs.
Friedrich Merz Þýskalandskanslari hefur boðað brottflutning Sýrlendinga frá Þýskalandi til síns heimalands. Spurð hvort slíkt hið sama standi til hér á landi segir Þorbjörg Sigríður:
„Útlendingastofnun hefur verið að meta aðstæður í Sýrlandi en endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir. Auðvitað er það alltaf hugsunin í kerfinu að þegar fólk fær alþjóðlega vernd á grundvelli einhvers ástands eins og stríðsástands í landinu, að þegar því ástandi linnir, þá breytist matið. Mér finnst auðvitað mjög eðlilegt að þetta sé skoðað. Hafi aðstæður í Sýrlandi breyst með þeim hætti á ég von á að viðbrögð Íslands breytist í samræmi við það.“
Ekki fengust upplýsingar í tæka tíð um fjölda Sýrlendinga sem hér á landi dveljast enn í skjóli alþjóðlegrar verndar, eða hversu margir þarlendir hafa hlotið alþjóðlega vernd. Á upplýsingavef verndarmála má þó sjá að um 500 Sýrlendingar hafa sótt hér um hæli frá árinu 2015.
Flestir sóttust eftir hæli árið 2022 eða 96 manns og í sumar biðu um 20 umsóknir Sýrlendinga um alþjóðlega vernd afgreiðslu. Um 70% sýrlenskra hælisleitenda eru karlmenn og 30% konur. Ekki eru birtar upplýsingar um kynsegin hælisleitendur á vef Stjórnarráðsins. » 11
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
