„Ég hef heyrt að tíðarfarið hafi verið að hrekkja menn, bæði mikill snjór sem féll fyrstu rjúpnaveiðihelgina en síðan kom þíða og þoka sem gerði veiðimönnum erfitt fyrir,“ segir Áki Ármann Jónsson formaður Skotvís í samtali við Morgunblaðið, spurður um gang mála á rjúpnaveiðitímabilinu sem nú stendur yfir. Hann segir þó að menn hafi orðið varir við töluvert af fugli víða um land.
Rjúpnavertíðin hófst 24. október sl. og er landinu skipt upp í sex svæði og stendur veiðitímabilið misjafnlega lengi eftir svæðum. Styst er það á Suðurlandi en þar lýkur veiðum 11. nóvember nk., á Norðvesturlandi og Vestfjörðum lýkur þeim 18. nóvember, á Vesturlandi og Norðausturlandi 2. desember en á Austfjörðum 22. desember. Í öllum tilvikum er þó veiði aðeins leyfð frá og með föstudegi og til og með þriðjudegi og stjórn veiðanna er skv. nýju fyrirkomulagi í samræmi við stjórnunar- og verndaráætlun sem samþykkt var af umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
„Það var mikill snjór til fjalla víða fyrir norðan og austan, en á Vesturlandi og Vestfjörðum var staðan þannig víða að snjórinn var dreifður en skellur á milli sem gerði mönnum erfitt fyrir með að finna fuglinn. En ég heyri þó að veiðin hafi almennt verið fín, en þó ekki neitt rosaleg. Rjúpan var líka mjög stygg. Ég heyrði af einum veiðimanni sem náði tíu fuglum á klukkutíma, en hætti eftir það,“ segir Áki Ármann og kveðst telja að almennt fylgi veiðimenn þeim tilmælum að stilla veiðinni í hóf og láti sér nægja að veiða í matinn fyrir sig og sína.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
