Tíðarfar hrekkir rjúpnaveiðimenn

Ófriður steðjar nú að rjúpunni og verður svo enn um …
Ófriður steðjar nú að rjúpunni og verður svo enn um sinn. Ljósmynd/Pétur Alan Guðmundsson

„Ég hef heyrt að tíðarfarið hafi verið að hrekkja menn, bæði mikill snjór sem féll fyrstu rjúpnaveiðihelgina en síðan kom þíða og þoka sem gerði veiðimönnum erfitt fyrir,“ segir Áki Ármann Jónsson formaður Skotvís í samtali við Morgunblaðið, spurður um gang mála á rjúpnaveiðitímabilinu sem nú stendur yfir. Hann segir þó að menn hafi orðið varir við töluvert af fugli víða um land.

Rjúpnavertíðin hófst 24. október sl. og er landinu skipt upp í sex svæði og stendur veiðitímabilið misjafnlega lengi eftir svæðum. Styst er það á Suðurlandi en þar lýkur veiðum 11. nóvember nk., á Norðvesturlandi og Vestfjörðum lýkur þeim 18. nóvember, á Vesturlandi og Norðausturlandi 2. desember en á Austfjörðum 22. desember. Í öllum tilvikum er þó veiði aðeins leyfð frá og með föstudegi og til og með þriðjudegi og stjórn veiðanna er skv. nýju fyrirkomulagi í samræmi við stjórnunar- og verndaráætlun sem samþykkt var af umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert