Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í menningar- og íþróttaráði Reykjavíkurborgar hafa farið fram á að unnin verði greinargerð um framkvæmdir við sundlaugar Reykjavíkurborgar í ár. Sem kunnugt er hefur sundlaugum ítrekað verið lokað.
Óskað er eftir því að í greinargerðinni komi fram hvaða viðhaldsframkvæmdum hafi verið unnið að á árinu 2025 og við hvaða laugar. Þá er spurt í hvaða tilvikum ágallar á framkvæmdum hafi orðið til þess að viðkomandi verkefni hafi verið tekið upp og bætt við það eða það unnið að nýju.
Fulltrúarnir vilja fá að vita hversu oft og í hve marga daga hverju sinni hafi þurft að loka viðkomandi laugum vegna framkvæmdanna og hversu marga lokunardaga megi rekja til umræddra ágalla. Auk þess er spurt um áætlað tekjutap sundlauganna svo stiklað sé á stóru.
Fyrirspurn þessi var lögð fram á fundi ráðsins fyrir helgi en á sama fundi var greint frá því að til stæði að ráðast í úttekt á framkvæmdum við Vesturbæjarlaug. „Ljóst er að pottur er brotinn í ferli málsins og samþykkti borgarráð tillögu um að USK réðist í úttekt á ferlinu við framkvæmdirnar. Samstarfsflokkarnir leggja áherslu á það að í þeirri úttekt verði horft til þess að skerpa á eftirliti með framkvæmdum, gæðastjórnun og síðast en ekki síst hvort gera þurfi breytingar á innkaupareglum borgarinnar til að skerpa á því að borgin hafi viðeigandi úrræði til að grípa inn í ef vinnubrögð við framkvæmdir eru óviðunandi,“ sagði í bókun meirihluta ráðsins.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
