Vilja úttekt á öllum sundlaugum

Breiðholtslaug var lokað vegna viðhaldsframkvæmda í vor.
Breiðholtslaug var lokað vegna viðhaldsframkvæmda í vor. mbl.is/Karítas

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í menningar- og íþróttaráði Reykjavíkurborgar hafa farið fram á að unnin verði greinargerð um framkvæmdir við sundlaugar Reykjavíkurborgar í ár. Sem kunnugt er hefur sundlaugum ítrekað verið lokað.

Óskað er eftir því að í greinargerðinni komi fram hvaða viðhaldsframkvæmdum hafi verið unnið að á árinu 2025 og við hvaða laugar. Þá er spurt í hvaða tilvikum ágallar á framkvæmdum hafi orðið til þess að viðkomandi verkefni hafi verið tekið upp og bætt við það eða það unnið að nýju.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert